Fyrrverandi fjármálastjóri Háskóla Íslands hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik í opinberu starfi á árunum 2007 til 2011. RÚV segir hann grunaðan um að hafa dregið að sér rúmar níu milljónir króna og notað kreditkort Háskólans til að greiða m.a. reikninga á dýrustu veitingahúsum borgarinnar, hótelreikning í Las Vegas auk þess að láta skólann greiða ýmsa tilhæfulausa reikninga. Kreditkortafærslurnar eru 160 talsins, að því er RÚV hefur upp úr ákæru í málinu.

Eftir að máli komst upp í fyrra rannsakaði Ríkisendurskoðun það og kærði háskólarektor manninn til lögreglu.