Næsta mánuðinn munu flest fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir fyrstu níu mánuði ársins, segir greiningardeild Landsbankans.

Hún hefur gefið út hlutabréfarit með afkomuspá fyrir þriðja ársfjórðung 2006, árið 2006 og 2007.

?Þar er spáð fyrir um afkomu 16 skráðra hlutafélaga. Samtals spáum við að þessi félög skili tæplega 75 milljörðum í hagnað á þriðja ársfjórðungi og er það tæplega 130% hagnaðaraukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Mörg félaganna hafa tekið miklum breytingum milli ára með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum og/eða sameiningum. Auk þess er Exista nýtt félag á hlutabréfamarkaði og hefur því bæst við hagnaðarspá okkar.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um afkomu Exista eftir fjórðungum í fyrra. Sé horft fram hjá afkomuspá fyrir Exista nemur hagnaðaraukning félaganna 70% á milli ára. Af þeim 16 félögum sem við birtum spá fyrir gerum við ráð fyrir að 13 skili hagnaði á þriðja ársfjórðungi en þrjú tapi," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá Landsbankanum