Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Þetta kemur fram á Mbl.is . Geirmundur var ákærður fyrir umboðssvik.

Geirmundur var ákærður fyrir það að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar í ákærunni nema um 800 milljónum króna og hefði hann verið sakfelldur hefði brotin geta varðað allt að sex ára fangelsi.

Ákæruvaldið krafðist þess að Geirmundur yrði dæmdur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu. Í ákærunni kemur einnig fram að Geirmundur hefði stefnt fé sparisjóðsins hefði stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu, segir í frétt Mbl.is.