Viðskipti með hlutabréf í bílaframleiðandanum General Motors hefjast að nýju í kauphöllinni í New York í dag. Félagið varð gjaldþrota í fyrra en hefur nú safnað sér yfir 20 milljörðum dala með frumútboði hlutabréfa.

Eigendur GM, þar á meðal ríkissjóður Bandaríkjanna, seldi hlutabréf í félaginu að andvirði 15,8 millónir dala í gær. Verð á hlut var 33 dalir. Um er að ræða annað stærsta frumútboð sem haldið hefur verið í Bandaríkjunum.