Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,31% og stendur í 1.702,41 stigum. Heildarviðskipti dagsins námu rúmum 7 milljörðum. Velta á hlutabréfamarkaði var 3,7 milljarðar og velta á skuldabréfamarkaði 3,35 milljarðar.

Mest hækkun var á gengi bréfa Sjóvá-Almennra trygginga, en þau hækkuðu um 4,35% í 179,9 milljón króna viðskiptum. Af úrvalsvísitölufélögum hækkaði gengi bréfa N1 mest, eða um 1,73% í 216 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf Eimskipafélags Íslands, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 1,58% í 720,6 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, hækkaði um 3,16% í 291 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi hlutabréfa í Icelandair Group, eða 1,46%, í 479,7 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Marel um 1,03% í milljón króna viðskiptum.

Vísitala GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 7 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 3,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 3,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 2 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa stóð í stað í dag í 0,3 milljarða viðskiptum.