Gengi hlutabréfa japanska tæknifyrirtækisins Nintendo hrundi um 18% á markaði í Tókíó í Japan í dag í kjölfar afkomuviðvörunar fyrir helgi. Stjórnendur fyrirtækisins segja nýju leikjatölvuna Wii hafa selst verr en stefnt var að og það sett afkomu félagsins úr skorðum. Í fyrra var gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður Nintendo yrði um 100 milljarðar japanska jena á árinu. Nú er hins vegar reiknað með að tapið verði allt að 35 milljarðar jena.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir stjórnendur Nintendo hafa gefið út nýja söluspá. Þeir geri nú ráð fyrir að selja 2,8 milljónir eintaka af leikjatölvunni í stað níu á árinu. Þetta er um 70% færri leikjatölvur en upphaflega var reiknað með að selja.