Sænska fata­verslunarkeðjan H&M hefur upp­fært af­komu­spá sína en hagnaður fé­lagsins á árinu er vel yfir fyrri spám.

Sam­kvæmt af­komu­spánni voru sölu­tekjur meiri í febrúar en vonir stóðu til en neyt­endur eru sagðir vera taka vel í vor­línu H&M.

Hluta­bréfa­verð H&M hefur hækkað um 13% í sænsku Kaup­höllinni í fyrstu við­skiptum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er fata­verslunar­risinn að auka skil­virkni og minnka kostnað um tvo milljarða sænskra króna á ári. Sam­svarar það um 26 milljörðum ís­lenskra króna. Takist það ætlar H&M að lækka vöru­verð sitt enn frekar.

„Aðal­mark­miðið okkar er að auka söluna,“ segir Daniel Erver for­stjóri H&M í af­komu­spánni.