Gengi krónunnar hækkaði í dag um 0,05% í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 109,60 til 110. Vísitala innkaupastjóra í Bandaríkjunum lækkaði en búist var við lítilsháttar hækkun. Vísitalan, sem kemur út fyrsta hvers mánaðar, er talin gefa vísbendingu um framleiðsluþróun í Bandaríkjunum. Ef vísitalan er yfir 50 bendir það til vaxtar í bandarísku efnahagslífi. Vísitalan mældist 55,3 í febrúar en búist var við 56,8. Gengi USD hreyfðist lítið við tíðindin.

Gengisvísitalan byrjaði í 109,75 og endaði í 109,70. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag voru 3 milljarðar.

EURUSD 1,3180
USDJPY 104,40
GBPUSD 1,9190
USDISK 60,75
EURISK 80,10
GBPISK 116,55
JPYISK 0,5815
Brent olía $49,95
Nasdaq 0,70%
S&P 0,55%
Dow Jones 0,60%