Dick Costolo, forstjóri Twitter, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu, en BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að Jack Dorsey, einn stofnenda Twitter, muni tímabundið taka við starfinu þar til nýr forstjóri hefur verið fundinn. Costolo hefur verið gagnrýndur af hluthöfum í fyrirtækinu að undanförnu vegna hægs vaxtar.

Stjórn Twitter hefur stofnað sérstaka nefnd sem hefur það hlutverk að finna eftirmann Costolo.

Gengi hlutabréfa í Twitter rauk upp um 7% eftir að tilkynnt var um afsögnina.