Aðalfundur Kögunar hefst nú í hádeginu og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er gert ráð fyrir spennandi fundi. Viðmælendum blaðsins ber ekki saman um hvort samkomulag sé um stjórnarkjör en eftir því sem komist verður næst þá hefur Síminn áhuga á að koma þremur mönnum í stjórn en hann fer með 39% atkvæða.

Straumur-Fjárfestingamanki er einnig stór hluthafi og ekki er vitað hvort hann fellir sig við þetta. Eins og komið hefur fram í fréttum hér fyrr í morgun hafa stjórnendur og núverandi stjórnarmenn verið að bæta við sig hlutum.