Skiptum er lokið á North Atlantic Mining Associates en alls var lýst ríflega 65,3 milljónum króna í búið. Tilkynning um skiptalok birtust í Lögbirtingarblaðinu í dagEngar eignir fundist í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í kröfur.

Félagið hugðist hefja gullvinnslu í Þormóðsdal. Gull fannst í sýnum úr borholukjörnum af svæðinu en bentu til þess að vænlegt væri að undirbúa gullvinnslu á svæðinu.

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri North Atlantic er í forsvari fyrir annað félag sem hefur sótt um leyfi til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði. Samkvæmt frétt sem birtist á visir.is þá stendur kanadískt námufyrirtæki að fjármögnun verkefnisins.