Hagstofan birti í dag nýjar tölur yfir nýskráningar og gjaldþrot einkahlutafélaga.

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, hefur fjölgað um 10% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.255 ný félög skráð á tímabilinu. Hlutfallslega er fjölgunin mest í rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 40% á síðustu 12 mánuðum. Nýskráningar jukust einnig í fasteignaviðskiptum (33%) og framleiðslu (26%).

Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkaði um 13% á síðustu 12 mánuðum borið saman við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 716 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu.