*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Fólk 6. september 2013 11:45

Glæpsamlega gaman hjá Skjá einum - MYNDIR

Skjár einn kynnti vetrardagskrá sína í gær. Margir gestir litu við í partýi sem var með glæpaþema.

Ritstjórn

Vegfarendur sem áttu leið hjá Austurbæ í gærkvöldi ráku upp stór augu en þar stóð Skjár einn fyrir glæpsamlega góðu partýi þar sem vetrardagskrá stöðvarinnar var kynnt.

Húsið var girt af með gulu límbandi eins og gert er í kringum alla almennilega vettvangi glæpa og „lögreglumenn“ sáu til þess að partýið færi ekki úr böndunum.

Gestir skemmtu sér vel, fengu drykk og sáu fyrstu myndbrotin úr Sönnum íslenskum sakamálum og The Biggest Loser Ísland en gríðarlega spenna er fyrir þeim þáttum.