Glitnir verður í meirihlutaeigu ríksins eftir hluthafafund bankans, og ríkið mun styðja bankann. Þetta er niðurstaða funda forsvarsmanna Glitnis og fulltrúa ríkisstjórnarinnar um helgina, að því er kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að allar innistæður, óháð upphæð, verði tryggðar. Sú tilkynning hefur verið send öllum bönkum og mun hanga uppi, meðal annars nærri gjaldkerum í útibúum viðskiptabankanna.

Glitnir hyggur nú á sölu eigna erlendis: „Við munum áfram vinna að því að undirbúa sölu á eignum erlendis. Sú vinna hófst hjá Glitni snemma á þessu ári. Glitnir er í þessu sambandi í góðri stöðu enda með góðar og traustar eignir,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson í tilkynningunni.