Veiði í Elliðaánum fer vel af stað, en á hádegi á sunnudag gáfu árnar yfir 300 laxa veiði. Á vef SVFR segir að mikill lax sé í ánum og að hátt í 500 laxar hafi gengið teljarann upp á efri svæðin.

Það er gott vatn í ánum eftir rigningu gærdagsins og lax er stöðugt að ganga í kjölfar stórstreymis. Óviðkomandi gestir komu í árnar fyrir helgi, annars vegar selur og hins vegar veiðidónar, sem voru að veiðar í Fossinum.