Fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway, sem aldni milljarðamæringurinn Warren Buffett hefur stýrt um áratugaskeið, hefur breytt trygggingabréfum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs sem félagið átti í hlutabréf. Bréfin voru á gjalddaga í október í fyrra. Með breytingunni verður félag Buffetts einn af stærstu hluthöfum Goldman Sachs.

Berkshire Hathaway eignaðist tryggingabréfin við hlutafjáraukningu Goldmans Sachs í september árið 2008, samkvæmt umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar. Með tryggingabréfunum fylgdi réttur til að breyta þeim í hlutabréf í fjárfestingarbankanum á genginu 115 dölum á hlut. Berkshire Hathaway er strax  byrjað að hagnast á viðskiptunum en gengi bréfa Goldmans Sachs stóð í 146,11 dölum á hlut við lokun markaða vestanhafs í gær.

Bloomberg segir að forsvarsmenn Goldman Sachs hafi leitað til Buffetts eftir að fjárfestingarbankinn Lehman Brothers fór á hliðina um miðjan september árið 2008.