Bónusgreiðslur í London hafa minnkað umtalsvert eftir að Evrópusambandið setti takmörkun á bónusgreiðslur í kjölfar fjármálakrísunnar árið 2008 en nú er þak þeirra í tvöföldum árslaunum. Með þessu var Evrópusambandið að reyna koma í veg fyrir hvata til áhættutöku líkt og myndaðist áður en fjármálakrískan skall á. Þetta segir í frétt Bloomberg .

Þó svo að JP Morgan hafi orðið í fjórða sæti á listanum þá tróna þeir á toppnum hvað varðar heildarlaun samkvæmt Alice Leguay, framkvæmdastjóri Emolument. Könnun Emolument fyrr í þessum mánuði greindi frá því að starfsmenn Morgan Stanley væru ánægðastir með bónusuna sína af öllum bönkum í borginni en starfsmenn BNP Paribas SA litu svo á að mest hallaði á þá í launagreiðslum af bönkum í borginni.