Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2% í 750 milljóna króna veltu frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Hlutabréf fjórtán af 22 félaga aðalmarkaðarins hafa hækkað um meira en eitt prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.

Hækkanir í Kauphöllinni má að líkum rekja að hluta til hreyfinga á bandaríska markaðnum í gær en helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu um 2,3%-2,6%.

Átta félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa hækkað um meira en 2% í morgun. Meðal þeirra eru Icelandair, Marel, Arion og Íslandsbanki.