Fjárfestingarfélagið BBL 34 hagnaðist um tæplega 8,4 milljarða króna árið 2023 en hagnaðinn má að mestu rekja til sölunnar á Kerecis. Félagið var þriðji stærsti hluthafi Kerecis með 11% hlut, þegar lækningavörufyrirtækið var selt til Coloplast í fyrra en kaupverðið nam tæplega 180 milljörðum króna.

Bókfærður hagnaður af sölu eignarhluta nam 8,3 milljónum árið 2023 en BBL 34 hagnaðist um 5,3 milljarða árið áður vegna virðisbreytingar eignarhlutarins í Kerecis.

Tæplega 10,7 milljarðar voru greiddir út til hluthafa við lækkun hlutafjár á síðasta ári. FnF, félag Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, var stærsti hluthafi BBL 34 með 37,2% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.