*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. október 2014 15:23

Greiðir 550 milljónir í arð

Fyrirtækið Johan Rönning hf. hagnaðist um 331 milljón króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fyrirtækið Johan Rönning hf., sem sérhæfir sig í sölu rafbúnaðar, hagnaðist um 331 milljón króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Ári fyrr nam hagnaðurinn 277 milljónum króna.

Eignir félagsins eru metnar á 2,5 milljarða króna samanborið við 1,9 milljarða árið 2012. Skuldir námu 1.345 milljónum í fyrra og hækkuðu um 455 milljónir milli ára. Í árslok 2013 nam eigið fé félagsins 1.166 milljónum króna.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að stjórnin leggi „til að á árinu 2014 verði greiddur 550 milljóna króna arður til hluthafa“.

Hluthafarnir eru tveir. Akso ehf. á 99,9% hlut og Bogi Þór Siguroddsson 0,1%. Bogi Þór á síðan 50% hlut í Akso, samkvæmt upplýsingum í ársreikningi frá 2012 og Linda Björk Ólafsdóttir 50%. Framkvæmdastjóri Johan Rönning er Haraldur Líndal Pétursson.