Stærstu fjármálafyrirtæki heims gætu hafa sagt upp allt að 175 þúsund manns að ári liðnu, samfara því að fjárfestingarbankar á borð við Citigroup losa sig í auknum mæli við starfsfólk vegna minnkandi tekna og afskrifta upp á milljarða Bandaríkjadala.

Fjármálafyrirtæki hafa fækkað starfsmönnum um 83 þúsund frá því í júlí í fyrra, samkvæmt gögnum sem Bloomberg-fréttaveitan hefur tekið saman. Ef fram heldur sem horfir gæti niðurskurður í fjármálageiranum orðið meiri heldur en á tímabilinu 2000 til 2003 þegar hlutabréf tæknifyrirtækja hrundu í verði. „Það versta er enn ekki yfirstaðið,“ segir Russ Gerson, framkvæmdastjóri ráðningarfyrirtækisins Gerson Group í New York, í samtali við Bloomberg. „Við eigum eftir að sjá meiriháttar samdrátt. Þetta er að komazzzz niður á öllum sviðum fjárfestingarbankastarfsemi.“

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .