*

þriðjudagur, 28. september 2021
Fólk 3. september 2021 15:44

Hættur sem fjármálastjóri Orkuveitunnar

Ingvar Stefánsson hefur látið af störfum sem fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur eftir tíu ára starf.

Ritstjórn
Ingvar Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt stöðunni í tíu ár. Starfið verður auglýst á næstu dögum, að því er kemur fram í tilkynningu Orkuveitunnar.

Bjarni Freyr Bjarnason, sem verið hefur staðgengill framkvæmdastjóra fjármála um árabil, mun gegna starfinu þar til annað verður ákveðið.