Matvælafyrirtækið Alfesca hagnaðist um 17,9 milljónir evra á rekstrarárinu júlí 2010 til júní 2011. Upphæðin jafngildir rúmlega 2,8 milljörðum króna. Er þetta síðasti ársreikningurinn sem félagið skilar undir nafninu Alfesca en það er nú alfarið í eigu franskra félaga eftir að Lur Berri lauk við yfirtöku á félaginu fyrr á þessu ári. Í dag heitir félagið Labeyrie Fine Foods. Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, hélt um 38% hlut í Alfescu í gegnum Kjalar Invest B.V. Hann er nú hættur afskiptum af rekstri en hann gegndi stöðu stjórnarformanns á rekstrarárinu frá júlí 2010 til júní 2011.

Samkvæmt nýjasta lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins var Alfesca það fjórða stærsta á Íslandi árið 2010. Einungis bankarnir þrír, ríkissjóður og Reykjanesbær greiddu meira í opinber gjöld. Fyrirtækið var einnig þriðja á lista CreditInfo í ár yfir sterkustu fyrirtækin. Greining CreditInfo náði til um 32 þúsund íslenskra félaga.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.