Hagnaður Össurar var 6,6 milljónir dollara á fjórða fjórðungi samanborið við meðalspá greiningardeilda sem hljóðið upp á átta milljón dollara hagnað á fjórðungnum.

Tekjur námu 84,9 milljónum dollara á fjórðungnum samanborið við 88 milljóna dollara meðaltalsspá greiningardeildanna.

EBITDA félagsins var 22,7 milljónir dollara á fjórðungnum, samanborið við meðaltalspá sem var 17 milljónir dollara. Í fréttatilkynningu er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar, að það sem einkenndi meðal annars árið væri endurskipulagning í Bandaríkjunum og innri uppbygging.