Hagvöxtur í Kína, sem er næststærsta hagkerfi heims, mældist 7,4% á síðasta ári og hefur ekki verið minni í 24 ár. BBC News greinir frá.

Kínversk stjórnvöld höfðu stefnt að því að hagvöxtur á árinu yrði ekki minni en 7,5% og er þetta í fyrsta sinn í fimmtán ár sem þau ná ekki slíku markmiði. Hins vegar voru tölurnar betri en sérfræðingar höfðu spáð, en þeir gerðu ráð fyrir 7,2% hagvexti í landinu.

Frederic Neumann, sérfræðingur hjá HSBC bankanum, segir kínverska hagkerfið sveigjanlegra en búist hafði verið við. „Þótt hagvöxturinn sé ekki jafnmikill og hann hefur verið síðasta áratug er hann enn meiri en sést víðast hvar annars staðar í heiminum,“ segir hann.