Slitastjórn Landsbanka Ís­lands hefur höfðað mál á hendur Halldóri J. Kristjáns­ yni, fyrrum bankastjóra bank­ans, í annað sinn vegna greiðslna í séreignalífeyrissparnaðarsjóð Halldórs 19. september 2008. Fjár­málaeftirlitið greip inn í rekstur Landsbankans örfáum vikum síð­ar, 7. október, og skipaði skilanefnd yfir bankann.

Stefnan á hendur Halldóri var birt 25. apríl síðastliðinn. Slitastjórn­in krefst þess að staðfest verði rift­un á 100 milljóna króna greiðslu Landsbanka Íslands í lífeyrissjóð í þágu Halldórs.

Riftunin er dagsett 14. maí 2010. Greiðslan í lífeyrissjóð Halldórs var gerð á grundvelli bók­unar Kjaranefndar bankaráðs „um lífeyrismál og breytingar á tilhögun kauprétta bankastjóra“ frá 11. september og minnisblaðs frá 16. sept­ember 2008.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.