Kvikmyndin Hancock sem fjallar um misleidda ofurhetju, leikna af Will Smith, halaði inn 66 milljörðum Bandaríkjadala í síðustu viku í Bandaríkjunum og Kanada. Myndin var mest sótta kvikmyndin í N-Ameríku í vikunni.

Það er Sony sem framleiðir myndina.

Sony hefur átt í erfiðleikum undanfarið en aðsókn í kvikmyndahús hefur verið dræm í Bandaríkjunum. Miðasala hefur dregist saman um 46 prósent miðað við árið í fyrra.

Kvikmyndin Hancock er því mjög mikilvæg fyrir Sony og markaðssetning verið gríðarleg í tengslum við myndina.

Will Smith hefur einnig mikið aðráttarafl en allar nýjustu myndir hans hafa verið mjög vel sóttar.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu.