Handtölvur ehf. hafa samþykkt að kaupa Gagnatækni ehf, segir í fréttatilkynningu. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Jón Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri Gagnatækni,  mun koma til starfa hjá sameinuðu fyrirtæki og sjá um sölu og þjónustu á lausnum beggja fyrirtækja ásamt vélbúnaði frá Motorola (áður Symbol), Zebra, Datalogic, Trafficom, Epson, Intermec, Datamax og Paxar.

Í tilkynningunni segir að Handtölvur hafa verið leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu og þjónustu á handtölvum og handtölvulausnum. Gagnatækni hefur aftur á móti verið leiðandi á sviði prentlausna í strikamerkjaiðnaðinum, skráningu upplýsinga, sölu á handskönnum fyrir verslanir rekstrarvöru og varahlutum fyrir strikamerkjaprentara, álímingarbúnaði og kvittanaprenturum svo eitthvað sé nefnt. til sinna viðskiptavina.

Á meðal viðskiptavina Handtölvur-Gagnatækni eru mörg af stærstu verslunar-, heildsölu- og dreifingarfyrirtækjum landsins.