*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 9. júlí 2019 13:16

HB Grandi kaupi sölufélög Brim erlendis

Stjórn útgerðarfélagsins hefur viðræður um kaup á sölufélögum þriðjungseigenda þess í Asíu.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson er í dag forstjóri HB Granda, og eigandi um þriðjungshlut í félaginu.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn HB Granda hefur samþykkt að hefja viðræður við Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra HB Granda, um kaup á sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum.

Í fréttatilkynningu í kauphöllinni er tilgangurinn sagður að styrkja sölu- og markaðsstarf félagsins. Stefnt er að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir ekki síðar en við lok þriðja ársfjórðungs.

Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá á sínum tíma keypti Guðmundur, í gegnum félag sitt Brim, sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur, þriðjungshlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni í Hval og tengdum aðilum á hátt í 22 milljarða króna.