Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvikur vísar ásökunum um verðsamráð Krónunnar og Bónuss algerlega á bug og segist taka umræðuna mjög nærri sér. Norvik hefur tapað 1,2 milljörðum króna á rekstri matvöruverslana á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því félagið keypti Kaupás. Jón Helgi telur borðleggjandi að Hagar misbeiti markaðsráðandi stöðu sinni með því að selja vörur undir kostnaðarverði og væntir þess að samkeppnisyfirvöld komist að þeirri niðurstöðu.

Lesið viðtal við Jón Helga Guðmundsson í helgarblaði Viðskiptablaðsins.