Greiningardeild Arion banka hélt í morgun fund um fjárhagsstöðu fyrirtækja en allt útlit er fyrir að skuldastaða þeirra hafi batnað umtalsvert á síðustu árum. Stefán Broddi Guðjónsson hjá greiningardeild Arion banka hélt erindi undir yfirskriftinni „Er heilsan í lagi“ en að hans sögn standa íslensk fyrirtæki vel þegar á heildina er litið.

Þá er langstærstur hluti þeirra fyrirtækja sem greiningardeildin skoðaði í rannsókn sinni með það rúma fjárhagsstöðu að þeir gætu vandkvæðalaust greitt af skuldum sínum. Þess vegna spáir greiningardeildin að fjárfesting fyrirtækja muni aukast á næstunni og að undirstöður séu að verða betri.

VB Sjónvarp ræddi við Stefán Brodda.