*

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Fólk 9. nóvember 2020 13:37

Herdís ráðin forstjóri Valitor áfram

Eftir að hafa tekið við sem forstjóri tímabundið í mars af Viðari Þorkelssyni er ljóst að Herdís Fjeldsted mun sitja áfram í því starfi.

Ritstjórn
Herdís Fjeldsted hefur verið ráðinn sem forstjóri Valitor áfram.
Styrmir Kári

Herdís Fjeldsted sem tók í marsmánuði tímabundið við við starfi forstjóra Valitor hefur verið ráðin í starfið ótímabundið.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í marslok tók Herdís við starfinu tímabundið eftir að Viðar Þorkelsson lét af störfum eftir áratug í forstjórastólnum.

Herdís, sem var þá formaður stjórnar Valitor tók við starfinu, en hún er jafnframt varaformaður stjórnar Arion banka. Í tilkynningu um ráðningu Herdísar nú segir að hún muni að svo stöddu ekki taka þátt í störfum stjórnar bankans.

Viðskiptablaðið greindi frá því að hún myndi setjast í stjórn bankans um miðjan marsmánuð 2018, en þá hafði hún verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands þangað til ákveðið var að slíta starfsemi sjóðsins.

Á árabilinu 2015 til 2017 sat Herdís í stjórn VÍS, en hún sagði sig úr henni, en í fréttum kom fram að hún teldi að traust hafi skort innar stjórnar tryggingafélagsins, en í yfirlýsingu VÍS í kjölfarið sagði að gagnrýnin byggði á misskilningi.