Ætla má að tekjur af ferðamönnum sem koma hingað til lands gagngert til þess að fara í hestaferðir sé á bilinu 1-1,5 milljarðar króna. Þetta segir Einar Bollason, stjórnarformaður Íshesta. Þá eru ótaldar tekjur vegna dagsferða eða hálfsdagsferða. Heildartölur  veltu allra hestaleiga liggja ekki á takteinum, enda fjöldi stórra og smárra hestaleiga starfandi á landinu. Þrjár af stærstu hestaleigunum eru Íshestar í Hafnarfirði, Eldhestar á Völlum í Hveragerði og Laxnes í Mosfellssveit.

Einar telur að um helmingur þeirra sem komi í lengri reiðtúra hingað til lands komi á vegum Íshesta. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að meðalferð með flugi og öllu tilheyrandi kosti um 350.000 krónur.

Hann segir að vinsælasta ferðin hjá Íshestum kosti um 10.000 krónur en dagsferð geti kostað frá sex til sjö þúsund krónum og alveg upp í 20 þúsund krónur.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Munu „Allir vinna“ eftir áramót?
  • Næsta skref olíuleitar
  • Lánshæfislækkun TM
  • Mikil hækkun á bréfum Icelandair
  • Slitastjórn í biðstöðu
  • Borga ökuritar sig?
  • Rafgeymar í rafbíla kosta sitt
  • Staðan í verslunargeiranum
  • Þörf er á fjölbreyttari fasteignamarkaði
  • Hvernig á að standa að gjaldtöku í ferðaþjónustu?
  • Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Travel Group, ræðir hrunið, reksturinn og samkeppnina í ítarlegu viðtali
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirgefur landið eftir fimm ára dvöl
  • Fleiri ferðast til Austur-Evrópu
  • Nýr snjallsími frá Motorola
  • Saltvinnsla á Vestfjörðum
  • Nærmynd af Eddu Rós Karlsdóttur sem vinnur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um gengismál
  • Óðinn skrifar um íslensku krónuna
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira