Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Cerberus hefur misst traust á Paul Achleitner, stjórnarformanni Deutsche Bank, og reynir nú að knýja fram afsögn hans. Financial Times greinir frá þessu.

Cerberus er þriðji stærsti hluthafi bankans og hefur þurft að bókfæra tap upp á 500 milljónir evra vegna eignar sinnar í bankanum á þeim tveimur árum sem sjóðurinn fjárfesti í 3% af hlutafé bankans.

Paul Achleitner tók við stjórnarformennsku bankans árið 2012. Síðan þá hefur bankinn tapað yfir 10 milljörðum evra, rekið þrjá framkvæmdastjóri og grein 83 milljónir evra í starfsloka samninga til 17 einstaklinga í framkvæmdastjórn bankans. Þá hefur bankinn sótt 20 milljarða í nýtt hlutafé á sama tíma og markaðsvirði bankans hefur fallið um 75%.

Finacial Time segir aðra stóra hluthafa einnig vera óánæga með störf Paul Achleitner en vilji engu að síður ekki skipta um hest út í miðri. Bankinn standi nú í miðri endurskipulagningu sem felist meðal annars í að fækka starfsmönnum um 18.000 og minnka efnahagsreikning bankans um ríflega fimmtung.  Á meðan svo háttar sé óráðlegt að auka á álagið með því að skipta um stjórnarformann.