Hlutabréf hækkuðu lítillega í Asíu í dag en Bloomberg fréttastofan segir daginn að mestu tíðindalausan.

Það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem hækkuðu eftir að tilkynnt var í gær að japanski bankinn Nomura myndi yfirtaka talsvert af eignum og starfssemi bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brother sem, eins og kunnugt er orðið, varð gjaldþrota í síðustu viku.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði í dag um 0,2%.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan einnig um 0,2%, í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 0,3%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,5% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 1,2%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan hins vegar um 0,1% og kom sú lækkun til rétt fyrir lokun markaða en vísitalan hafði hækkað fram eftir degi.