Hlutabréf vestan hafs hækkuðu í dag eftir að uppgjör fyrirtækisins Cisco System olli hækkun bréfa tæknifyrirtækja og minnkun olíubirgða Bandaríkjanna ýtti undir hækkun olíuvinnslufyrirtækja.

Orðrómur um fyrirhuguð kaup Microsoft á eigin hlutafé hafði einnig jákvæð áhrif á markaðinn í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,2% í dag. Dow Jones hækkaði um 0,4% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,3%.

Olíuverð lækkaði um 0,7% í dag og kostar olíutunnan nú 118,3 Bandaríkjadali.