Í framhaldi af fréttatilkynningu Iceland Express um hækkun aðstöðugjalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar segir  Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri flugstöðvarinnar, að hækkun aðstöðugjaldanna í flugstöðinni, um síðustu mánaðamót, megi meðal annars rekja til þeirrar ákvörðunar stjórnar flugstöðvarinnar að festa kaup á sjálfvirkum flokkunarbúnaði á farangri.

Höskuldur segir að ákvörðunin hafi verið tekin árið 2006. Kostnaðurinn hafi verið um 550 milljónir. Flugafgreiðsluaðilum og flugfélögum hafi í kjölfarið verið tilkynnt um ákvörðunina bréflega. Á sama tíma hafi verið ljóst að hún myndi leiða til hækkunar aðstöðugjalda. Hækkunin hafi þar með ekki átt að  hafa komið forstjóra Iceland Express, Matthías Imsland, á óvart.