Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur hækkað um 0,9% frá því að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 10:45 í 4.330 stigum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga en aðeins eitt félag hefur lækkað það sem af er degi.

Velta með hlutabréf er 585 milljónir. Þar af eru um 180 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ], 120 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] og 95 milljónir með bréf í Exista [ EXISTA ] en nokkuð minni velta er með hlutabréf í öðrum félögum.

Krónan hefur styrkst um 1% frá opnum gjaldeyrismarkaða og stendur gengisvísitalan í 158,8 stigum.