Það sem af er árinu hafa íslensku lífeyrissjóðirnir verið nettóseljendur á innlendum hlutabréfamarkaði. Október í ár var engin undantekning en innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna var um 17 mö.kr. minni en hún var í lok september. Ástæður þess má rekja til þess að Úrvalsvísítalan lækkað um 11% í október en ef leiðrétt er fyrir þeirri lækkun voru lífeyrissjóðirnir nettóseljendur að fjárhæð 1,0 ma.kr.

Síðastliðna tólf mánuði hefur hlutfall innlendra hlutabréfa í heildareignum lífeyrissjóðanna aukist úr 12% í 14% þrátt fyrir áðurnefnda nettósölu enda hefur íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað um tæp 60% á tímabilinu.

Í Vegvísi Landsbankans er bent á að hlutfall erlendra hlutabréfa hefur einnig aukist úr því að vera 16% í lok október í fyrra í 18% í október í ár. Þegar verðbréfasjóðir eru meðtaldir má sjá að heildarhlutfall erlendra hlutabréfa hefur aukist úr 19% í 21%. Ekki hefur orðið álíka aukning í hlutfalli erlendra skuldabréfa enda stendur það nánast í stað milli ára.