Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech hækkaði um rúm 5% í 1,1 milljarða króna við­skiptum í dag og var dagsloka­gengi fé­lagsins var 1.905 krónur.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hefur tekið við sér í apríl­mánuði en gengið stóð í 1620 krónum í byrjun mánaðar. Gengið hefur nú hækkað um 20% á árinu.

Gengi málm­leitar­fé­lagsins Amaroq hækkaði um rúmt 1% í 109 milljón króna veltu í við­skiptum dagsins.

Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar hækkaði einnig um rúmt 1% í hátt í 300 milljón króna veltu en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í morgun yrðu breytingar á eignar­haldi fé­lagsins í dag.

Öl­gerðin birti einnig árs­reikning eftir lokun markaða í gær en fé­lagið hagnaðist um 3,3 milljarða í fyrra.

Líkt og flest önnur flug­fé­lög í Evrópu lækkaði gengi Icelandair í við­skiptum dagsins en snörp hækkun á olíu­verði í kjöl­far á­rásar Ísraela á Íran litaði við­skipti með bréf flug­fé­laga í dag.

Hluta­bréfa­verð Icelandair lækkaði um rúm 3% í 209 milljón króna við­skiptum í dag.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 hækkaði um 0,42% og var heildar­velta á markaði 4,6 milljarðar.