Á hlutahafafundi Burðaráss hf. sem haldinn var í gær var samþykkt tillaga um heimild til hækkunar á hlutafé félagsins um allt að kr. 1.119.047.931 að nafnvirði með úgáfu nýrra hluta og skal stjórninni m.a. heimilt að nýta þá hluti í tengslum við kaupsamninga sem félagið kann að hafa gert eða selja á markaði. Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti og skulu þeir veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunar. Hækkunarheimildina getur stjórnin nýtt innan fimm ára frá samþykkt hennar í einu lagi eða áföngum.

Réttur hluthafa til forgangs að hlutafjáraukningu þessari samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins gildir ekki sbr. heimild í 34. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.