Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hélt hádegisfyrirlestur í dag á Grand Hótel Reykjavík. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina ,,Hlutverk leiðtogans á umbrotatímum!”.

Gestur hans var Peter Handel, forstjóri elsta þjálfunarfyrirtækis heims, Dale Carnegie & Associates.

Fyrirlestur hans fjallaði um breytingar í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hvernig þær hafa áhrif á fyrirtæki, stjórnendur og starfsmenn.

Lagði hann ríka áherslu á breytingar væru í raun óhjákvæmilegar og hollast væri fyrir fyrirtæki að temja sér breytingarmenningu innan fyrirtækisins. Það væri árangursríkasta leiðin til að lifa af á tímum stöðugra breytinga og harðnandi samkeppni.

Að fyrirlestri loknum, sem var vel sóttur, svaraði Peter spurningum gesta úr sal.