Hlynsírópsforði Kanada er nú kominn í 16 ára lægð en þjóðin er nánast eini framleiðandinn í heiminum. Skorturinn er sagður vera vegna loftslagsbreytinga og vekur upp spurningar um framtíð sírópsins á heimsvísu.

Forðinn er staðsettur í kanadíska ríkinu Quebec en úr honum á að vera hægt að framleiða um 60 milljón kíló af hlynsírópi á hverju ári.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá því að núverandi framboð muni ekki skila sér í formi verðhækkana til neytenda að svo stöddu.

Hlynsírópsiðnaðurinn í Kanada sér heiminum fyrir rúmlega 75% af öllu hlynsírópi og samkvæmt opinberum tölum í Kanada er um 90% af því framleitt í Quebec.

Yfirvöld viðhalda hins vegar varaforða til að koma til móts við skort en magnið í þeim forða er aðeins 7% af því sem það var fyrir fjórum árum síðan. Hlýnandi veður hefur einnig haft veruleg áhrif á uppskerutímabilið síðustu ár.