Fjármunamyndun Landsvirkjunar á síðustu fjórum árum nemur 100 milljörðum króna. Hreinar skuldir hafa lækkað um 50 milljarða og fjárfest hefur verið í orkumannvirkjum fyrir 50 milljarða. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á Haustfundi Landsvirkjunar í Hörpu. Með þessu framhaldi verður hægt að draga úr hraða niðurgreiðslu skulda og hægt verður að auka arðgreiðslur.

Útlit er fyrir aukna eftirspurn, hækkandi raforkuverð og lækkun skuldsetningar og því eru forsendur fyrir aukinni fjármunamyndun og aðgreiðslum til eigenda, sagði Hörður.