Hægt hefur á hagvexti í alþjóðahagkerfinu og munar þar um mestu að  í Bandaríkjunum hafa horfurnar til skemmri tíma versnað til muna og útlit er fyrir að samdráttarskeið sé framundan í bandaríska hagkerfinu.  Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Glitnis um efnahagshorfur í alþjóðahagkerfinu.

Í Evrópu hægir einnig á vegna vaxtahækkana, segir í skýrslunni, og versnandi aðgengi að lánsfé. Nýmarkaðsríkin draga því vagninn eftir sem áður og halda áfram að vaxa á ógnarhraða þó að búast megi við að lausafjárkrísan setti strik í reikninginn að einhverju leyti til skemmri tíma litið.

Í kjölfar lausafjárkrísunnar og þeirra víðtæku áhrifa sem hún hefur haft á fjármálamarkaði víða um heim hafa horfurnar fyrir alþjóðahagkerfið versnað.