Hornafjarðarbær hyggst setja mannaflsfrekar framkvæmdir í forgangi og verður sérstök áhersla lögð á viðhald og endurbætur á húsum sveitarfélagsins. Þá er einnig verið að skoða grundvöll þess að reisa þar fjórar nýjar leiguíbúðir í tveimur parhúsum að því er kemur fram í pistli bæjarstjórans á heimasíðu bæjarins.

"Gert er ráð fyrir að leggja umtalsverða fjármuni í framkvæmdir á næstu tveimur árum. Verktakar og iðnaðarmenn þurfa því ekki að líða verkefnaskort," segir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri í pistli sínum.