*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. desember 2011 08:52

Höskuldur í Arion banka með 2,9 milljónir á mánuði

Laun Höskuldar Ólafssonar lækkuðu um 700 þúsund við það að fara frá Valitor yfir til Arion banka í fyrra.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Laun Höskuldar Ólafssonar, nú bankastjóra Arion banka, námu tæplega 3,6 milljónum króna á mánuði þegar hann starfaði í Valitor fram til loka maí 2010. Samtals voru greiddar tæplega 18 milljónir króna í laun til Höskuldar á árinu 2010.

Hann starfaði einungis fimm mánuði á árinu fyrir Valitor en hann hóf störf í júní 2010 fyrir Arion banka.

Laun Höskuldar nema nú 2,9 milljónum króna í Arion banka og fékk hann 10 milljóna króna eingreiðslu til að bæta upp launalækkunina sem hann tók á sig við að hefja störf hjá Arion banka. Arion banki á 53% í Valitor.

Þetta er á meðal efnis í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.