Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og markaðir vestan hafs opnuðu kolrauðir.

Nú þegar liðlega klukkutími lifir af viðskiptum í Evrópu hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 2,8%, CAC-vísitalan í Frakklandi um 2,7% og FTSE-vísitalan í Bretlandi um 2,2%.

Ekki var miklu betri sögu að segja frá Bandaríkjunum en þar hafði S&P 500-vísitalan lækkað um nær 1,9%, Dow Jones um 1,8% og Nasdaq um 2,1%.