Evrópski risabankinn HSBC samþykkti í dag að selja einkabankastarfsemi sína í Japan til UBS. HSBC vann með stjórnvöldum að einkavæðingu Landsbankans og sölu á kjölfestuhlut í honum til Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar árið 2002.

Stjórnendur HSBC hafa ekkert gefið uppi um kaupverð eða annað slíkt að öðru leyti en því að eignirnar í Japan hafi numið 2,7 milljörðum dala í lok október.

Gert er ráð fyrir að eigendaskipti gangi í gegn eftir áramótin.

HSBC hefur líkt og fleiri bankar á meginlandi Evrópu unnið að því að styrkja eiginfjárgrunn sinn í samræmi við nýsamþykktar kvaðir leiðtoga Evrópusambandsríkjanna. Það leiddi meðal annars til þess að bankinn seldi nýverið greiðslukortadeild sína í Bandaríkjunum og mun á góðri leið með að losa sig við væna sneið af annarri starfsemi sinni þar í landi.

Á meðal annarra aðgerða í tiltekinni sem bankinn vinnur að um þessar mundir eru uppsagnir á 30 þúsund starfsmönnum um heim allan og annað sem draga á úr rekstrarkostnaði.