Fyrrverandi fjármálastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA), sem dæmdur var í síðasta mánuði fyrir fjárdrátt upp á 26 milljónir króna , beitti flóknum aðferðum til að hylja slóð sína. Þess vegna uppgötvaðist málið ekki við hefðbundna endurskoðun. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn frá fréttastofu RÚV .

Einnig kemur fram í svarinu Ríkisendurskoðun hafi gert ítrekaðar athugasemdir við ófullnægjandi aðgreiningu starfa við greiðslur og bókhald hjá VMA. Fjármálastjórinn fyrrverandi gekkst við brotinu frá upphafi og játaði sök, en hún fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm. Þar af voru tólf skilorðsbundnir.